Foreldramorgnar hefjast að loknu jólafríi þriðjudaginn 6. janúar. Foreldramorgnar eru á þriðjudögum kl. 10:00 – 12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og á miðvikudögum kl. 9:30 – 11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti (gamla Mest húsinu)
Spjall og notaleg upplifun fyrir foreldra og börn. Boðið upp á léttan morgunverð.
Einu sinni í mánuði eru sérstakar uppákomur eða fyrirlestrar.