Æskulýðsfélagið saKÚL er að fara á Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi helgina 13. -15. febrúar. Mótið er ætlað æskulýðsfélögum (ungmennum í 8-10 bekk). Mótið er skipulagt af Æskulýðssambandi Reykjavíkur-prófastsdæmanna en er opið öllum kirkjum og æskulýðsfélögum. Enn er hægt að bætast í hópinn sem fer frá Árbæjarkirkju. Skráning fer fram á netfanginu Ingunn@arbaejarkirkja.is. Mótsgjald er 10.500. Fjáröflun fyrir mótið stendur nú yfir en unglingarnir eru að selja salernispappír, eldhúsrúllur og lakkrís.