Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 10:30 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju
Þann 10. febrúar verður boðið upp á mömmuleikfimi á vegum Árbæjarþreks. Kynnt verður námskeið fyrir nýbakaðar mæður og krílin þeirra sem hefst í Árbæjarþreki.
Foreldramorgnar eru á þriðjudögum kl. 10:00 – 12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og á miðvikudögum kl. 9:30 – 11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti.Spjall og notaleg upplifun fyrir foreldra og börn.
Boðið upp á morgunverð. Allir hjartanlega velkomnir.