Þriðjudaginn 12. maí mun Lone Jensen verða með fyrirlestur og veita ráðgjöf um agavandamál barna á foreldramorgnum í Árbæjarkirkju. Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl.10:00 – 12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30 – 11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Þetta eru gæðastundir fyrir foreldra og börn þar sem þeim gefst kostur á að hittast og spjalla, læra hvert af öðru. Boðið upp á morgunhressingu. Kaffi, spjall og margir góðir gestir[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]