Næsta sunnudag 4. október, kl:11 verður innsetningarmessa í Árbæjarkirkju. sr. Gísli Jónasson prófastur Reykjavíkur prófastsdæmis eystra setur Petrínu Mjöll Jóhannesdóttir formlega í embætti prests við söfnuðinn. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Petrína Mjöll prédikar. Það verður mikið um dýrðir og allir velkomnir í messuna og í kaffi á eftir í boði sóknarnefndar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar.
Léttmessa um kvöldið kl.20.00. Jón Jónsson sér um tónlistina. Ungmenni úr fermingar og æskulýðsstarfinu sjá um lestra og prédikun.