Minningastund á Allra heilagra messu.
Sunnudaginn 1. nóvember verður guðsþjónusta kl. 11:00 helguð minningu þeirra sem fallin eru frá. Þá gefst öllum tækifæri til að tendra ljós til minningar um látna ástvini, biðja og þakka. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur. Organisti er Kjartan Sigurjónsson.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau Valbjörn Snær Lilliendahl og Silvía Rut Ástvaldsdóttir.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]