Messa og altarisganga kl.11:00 þar sem sungnir eru Taizé söngvar. Þessir söngvar sem eru að stofni til biblíuvers eru frá samkirkjulegu kristnu samfélagi sem kennt er við bæinn Taizé í Frakklandi og einfaldir og auðsungnir. Sr. Petrína Mjöll þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu undir stjórn Bryndísar Evu og Kjartans.