Sunnudaginn 14. febrúar kl. 11:00 verður leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndarmál háaloftsins sýnd í Árbæjarkirkju. Aðgangur er ókeypis. Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins er skemmtileg leiksýning fyrir börn aá öllum aldri. Persónur sýningarinnar eru þau Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þáttaseríunnar Daginn í dag en sýningin er sjálfstætt framhald þáttanna.
Sýningin fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru hæfileikar og hvernig getur maður nýtt hæfileika sína til góðs?