Sameiginleg útiguðsþjónusta Árbæjar-, Grafarvogs- og Grafarholtssafnaða verður kl. 11:00 á Nónhæð sem er rétt austan við sjúkrastöðina Vog. Grafarholtssöfnuður fer fyrir guðsþjónustunni í ár og Sr. Karl Matthíasson þjónar og prédikar,. Hægt er að komast á staðinn á einkabíl eða ganga frá sóknarkirkjunum að Nónhæð. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 10:30.