Kyrrðarstund og sunnudagaskóli í aðdraganda jóla, á fjórða sunnudegi í aðventu kl. 11:00. Kór Árbæjarkirkju syngur jólalög við kertaljós undir stjórn Krisztinu Kalló organista. Systkinin Jón Heiðar Þorkelsson og Þorgerður Þorkelsdóttir leika á hljóðfæri. Sr. Petrína Mjöll flytur hugleiðingu. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar og Aðalheiðar.