Sumarhelgistund verður í Árbæjarkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 11:30. Sumarið sungið inn. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur. Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur, djákna. Undirleikur Benjamín Gísli Einarsson. Hátíðarhöld á Árbæjartorgi, þar sem boðið verður upp á hoppukastala og skemmtidagskrá, hefjast að lokinni helgistundinni í kirkjunni. Skrúðganga fer frá frá Ábæjarlaug kl. 11:00. Æskulýðsfélagið saKÚL verður með verður með veitingasölu til styrktar ferð æskulýðsfélagsins til Ungverjalands í maí 2017.