Inga Björk Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flytur erindi um skjátíma ungra barna á foreldramorgni Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 10 í safnaðarheimili kirkjunnar. Hvaða áhrif hefur skjááhorf á 0-2 ára gömul börn?
Umfjöllun um þroska 0-2 ára barna og hvernig örvun í frumbernsku hefur áhrif á mótun heilans til framtíðar. Fjallað verður um hversu mikilvæg góð tengsl eru fyrir geðheilsu barnsins og hvernig best er að stuðla að þroska þeirra. Geta skjáir ýtt undir þroska barna og undirbúið þau betur fyrir skólagönguna og lífið?
Allar mömmur og pabbar velkomin með krílín sín. Boðið upp á kaffi og hressingu.