Kór Árbæjarkirkju verður með spennandi tónleika í tilefni 30 ára vígsluafmælis kirkjunnar 18. maí kl. 20:00. Frumflutt verður tónverk eftir Sigurð Bragason sem sérstaklega er skrifað fyrir Árbæjarkirkju í tilefni afmælisins. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár og Kammerkór Reykjavíkur einnig en stjórnandi hans er Sigurður Bragason.
Kaffi, konfekt og notalegt spjall eftir tónleikana.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.