Foreldramorgnar eru á þriðjudögum kl. 10:00 – 12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og miðvikudögum kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti. Foreldramorgnar eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna og börn (óháð trú) til að fræðast, kynnast og leyfa börnunum að leika sér saman.
Við stefnum að því að hafa fræðslu og umræðuefni einu sinni í mánuði og svo kaffi og spjall í hin skiptin.
Við viljum móta dagskrána sem mest í samráði við foreldrana og fá að heyra hverjar óskir þeirra eru hverju sinni, því endalaust er hægt að finna áhugaverð umræðuefni sem tengjast umönnun ungra barna.