Taizémessa kl. 11: 00 þar sem við fögnum 500 ára afmæli siðbótarinnar. Einfaldir Tazé-söngvar eru sungnir aftur og aftur sem byggðir eru á Biblíuversum, altarisganga, kyrrð og íhugun. Sr. Petrína Mjöll þjónar fyrir altari og prédikar og kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Lilju og Ingibjargar.
Kaffisopi og samfélag eftir messu.