Það er stór dagur á fyrsta sunnudegi í Aðventu í Árbæjarkirkju. Kl.11.00. Sunnudagaskólinn – Jólaleikrit Sýningin þetta árið heitir TÝNDU JÓLIN, en í sýningunni komast álfabörnin Þorri og Þura að því að jólakötturinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin þetta árið.
kl.14.00-Hátíðarguðsþjónusta-Einsöngur Gissur Páll Gissurason. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, Strætókórinn organisti og stjórnandi Krisztina Kalló Szklenár.
Eftir guðsjónustu er Líknarsjóðshappdrætti líknarsjóðs Árbæjarkirkju og hátíðarkaffi kvenfélagsins.