Foreldrarmorgnar hefjast að nýju þriðjudaginn 4. september (kl. 10:00-12:00) í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og miðvikudaginn 5. september (kl.9:30- 11:30) í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti.
Einu sinni í mánuði er boðið upp á fyrirlestra sem snúa að ummönnun barna. Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir. Léttar veitingar í boði kirkjunnar.Við hlökkum til að sjá ykkur.
Foreldramorgnar eru notaleg upplifun fyrir foreldra og börn, þar sem þeim gefst kostur á að hittast, spjalla og deila reynslu sinni.