Fermingarfræðslan hefst sunnudaginn 18. ágúst kl. 11-15 með helgistund í Árbæjarkirkju. Fermingarnámskeiðið heldur svo áfram dagana 19-21 ágúst frá kl. 9-13 og einnig sunnudaginn 25. ágúst. Á sunnudeginum 25. ágúst er foreldrafundur að lokinni guðsþjónustu. Stofnaður hefur verið hópur á samskiptavefnum facebook fyrir foreldra fermingarbarna og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Slóðin er: https://www.facebook.com/groups/636873200154618/