Þriðjudaginn 8. október var starfsfólk Árbæjarkirkju þess heiðurs aðnjótandi að taka á móti viðurkenningu af hendi Halldórs Reynissonar formanns og verkefnastjóra umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar. Árbæjarkirkja er fyrsti söfnuður Þjóðkirkjunnar að fá viðurkenninguna að vera „Grænn söfnuður“ Með því að uppfylla 25 verkefni (reyndar gott betur en það) í átakinu „Græni söfnuðurinn okkar“ Með því sýnum við í kirkjunni í verki umhyggju fyrir sköpunarverkinu í boðun og starfi. Á myndinni frá vinstri eru. sr. Þór Hauksson, Sigrún Jónsdóttir formaður safnaðarnefndar, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni, Arngerður Jónsdóttir, öldrunarfulltrúi og sr. Halldór Reynisson verkefnastjóri „Græni söfnuðurinn okkar.“ Á engan er hallað að segja að Arngerður hafi borið höfuð og herðar í þessu starfi okkar í kirkjunni. Hafi hún þökk fyrir. . sr. Petrina Mjöll og Anna kirkjuvörður voru fjarverandi þegar myndi var tekin. Myndina tók Kristina K. Szklenár organisti