Guðsþjónusta kl. 11. Söngfuglarnir, kór eldri borgara í Reykjavík kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Stjórnandi þeirra er Kristín Jóhannesdóttir sem er einnig organisti dagsins. Kór Árbæjarkirkju syngur einnig og Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Aldísar Elvu Sveinsdóttur og Birkis Bjarnasonar. Kaffi og samfélag eftir stundina.
Batamessa kl. 17. sem tileinkuð er fólki sem er í tólfsporastarfi en að sjálfsögðu opin öllum. Batamessur eru með föstu sniði þar sem m.a. er boðið upp á vitnisburð einstaklinga sem hafa farið í gegnum 12 sporin, fyrirbæn og yndislega lofgjörðarsöngva. Kór Árbæjarkirkju syngur, organisti er Kristín Jóhannesdóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna ásamt sporafólki. Kaffi og meðlæti eftir messuna.