Aðventustund á kirkjudegi er að þessu sinni sent út á netinu á Covid tímum. Dagskrá í tali og tónum. Krisztina organisti og prestarnir höfðu veg og vanda af dagskránni. Á kirkjudeginum hefur Kvenfélag Árbæjarsóknar haft undanfarin ár veglega hlutaveltu til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Engin hlutavelta er í ár. Ef einstaklingar eða fyrirtæki sjá sér fært að styðja við líknarsjóðinn er hægt að hafa samband við prestana.
‘