Sunnudagaskóli í Árbæjarkirkju á fjórða sunnudegi í aðventu. Tendað á aðventukransinum. Jólasveinar líta inn í leit að árlegu jólaballi kirkjunnar. Umsjón með sunnudagskólanum hafa Andrea Anna Arnardóttir, Aldís Elva Sveinsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Sóley Adda Egilsdóttir, Thelma Rós Arnardóttir auk Hönnu Lóu 9 ára. Ástráður Sigurðsson leikur á flygilinn. Brúðuleikhús, biblíusaga og svo auðvitað sunnudagaskólalögin. Við hvetjum ykkur til að taka þátt og syngja með heima.