Ágæta safnaðarfólk – Fyrirhugaðar fermingar Pálmasunnudags og sunnudagskólinn falla niður. Helgihald á Páskum og vikurnar tvær á eftir falla sömuleiðis niður. Við prestarnir erum á okkar stað og auðvitað til viðtals ef á þarf að halda. Við erum að skoða möguleikann á að streyma helgihaldi Föstudagsins langa og Páskadagsmorguns á þessari síðu og fésbókarsíðu kirkjunnar. Endilega fylgist með.
Fylgjum fyrirmælum sóttvarnayfirvalda og pössum upp á hvert annað.