Starfsfólk og sóknarnefnd þakkar liðið ár 2021 og óskar safnaðarfólki árs og friðar 2022
Eins og ykkur er kunnugt um er starf kirkjunnar þessi dægrin í óvissu. Stefnt er að byrja Opna húsið starf með fullorðnum aðra viku janúarmánaðar þ.e.a.s. miðvikudaginn 12. janúar með kyrrðarstund kl.12.00 og Opnu húsi frá kl.12.30 í safnaðarheimili kirkjunar. Barna og unglingastarfið og önnur störf hefst vonandi líka í annarri viku janúar eins og dagskrá segir til um. Auðvitað er dagskráin og starfið háð fyrirvara með tilliti til framvindu Covid 19. Við í kirkjunni sem endranær munum í hvívetna fara eftir ráðleggingum og tilmælum sóttvarnayfirvalda hvað varðar samkomur í kirkjunni. Áætlanir frá því í haust um starfið í vetur liggja auðvitað fyrir þrátt fyrir að illmögulegt er að að segja fyrir um hvort af verði eða ekki. Óskum við ykkur guðsblessunar á þessum óværu tímum.