Guðsþjónusta kl. 11. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts kemur í heimsókn og leikur nokkur lög. Stjórnandi þeirra er Sólveig Morávek. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Andreu Önnu Arnarsdóttur og Thelmu Rósar Arnarsdóttur.