Árbæjarkirkja bíður foreldrum ungbarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi að sækja ókeypis fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna.
Þriðjudaginn 14. febrúar verður boðið upp á sérsniðið stutt skyndihjálparnámskeið fyrir ungbörn í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahluta úr hálsi og rétt viðbrögð við hitakrampa hjá ungum börnum.
Námskeiðið er á vegum Rauða Krossins og hefst kl. 10:30.
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10-12 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðu Árbæjarkirkju