Sunnudaginn 7. maí 2023 ætlum við í Árbæjarkirkju að fara í árlegt vorferðalag. Ferðinni er heitið í húsdýragarðinn Slakka Laugarási og Skálholtskirkju þar sem sr. Kristján Björnsson vígslubiskup tekur á móti hópnum og sýnir okkur Skálholtskirkju. Boðið er upp á pylsur og safa. Lagt verður af stað með rútu frá kirkjunni kl. 11:00 og komið til baka í Árbæjarkirkju kl. 15:30. Kostnaði við ferðina er stillt í hóf, 1500 kr á fullorðinn og 1000 kr á börn. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma Árbæjarkirkju 587-2405 eða í gegnum netfangið ingunn@arbaejarkirkja.is