Það verður stuð, stemning, gaman og rólegt hjá okkur í Fjölskylduþjónustunni í Árbæjarkirkju næsta sunnudag.
Við ætlum að skoða öndun, öndunar æfingar og heilagan anda, hvernig Guð er með okkur í andardrættinum.
Sr. Dagur Fannar leiðir stundina
Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikar leiðir okkur í sönginn
og Maggi kirkjuvörður verður í stuði með Guði og verður með heitt á könnuna eftir stundina.
Hlökkum til að sjá þig.