Í frásögninni um boðun Maríu opinberast fyrir okkur hinn helgi leyndardómur að Guð skapar úr engu.

Meyfæðingin er ekki aðeins undur fortíðar – hún getur verið mynstur sem endurtekur sig í innra lífi okkar allra.

Við stöndum stundum á þröskuldi tómarúmsins – í myrkri, í óvissu, í þögn – og vitum ekki að þar er Guð að undirbúa eitthvað nýtt.

Sr. Dagur Fannar Magnússon þjónar fyrir altari og prédikar.

Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur organista