Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:30
Jóhannes Kr. Kristjánsson er gestur á fræðslukvöldi í æskulýðsfélgsins saKÚL í Árbæjarkirkju fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Dóttir Jóhannesar, Sigrún Mjöll, lést af völdum ofneyslu eiturlyfja einungis 17 ára gömul.
Fræðslufundur er haldinn einu sinni á önn í æskulýðsfélginu saKÚL og þar sem rædd eru þau málefni sem ungmennaráðið telur þörf á hverju sinni. Þau fræðslukvöld sem hafa verið síðust misserin eru t.d. skyndihjálp, einelti og sjálfsskaðandi hegðun.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]