Vorferð Árbæjarkirkju sunnudaginn 15. maí
Fyrirhugað er að fara í heimsókn í Vatnsholt sjá nánar http://www.stayiniceland.is "Fallegt uppgert sveitabýli í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi. Eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Reiðhjólaleiga á staðnum og hægt er að leigja árabát og veiðistangir á Villingaholtsvatni. Leiksvæði með veglegum útileiktækjum fyrir börnin. Fjöldi dýra er á staðnum."
Lagt verður af stað með rútu frá Árbæjarkirkju kl.10.00 árdegis. Rútferðin er í boði Árbæjarkirkju. Staðarhaldarar á Vatnsholti bjóða upp á súpu og brauð í hádeginu-kaffi og upprúllaðar pönnukökur á eftir. Kostnaður á mann kr.1000
Þau sem vilja geta leigt bát og eða rennt fyrir fisk á staðnum. Þannig að gott er að hafa lausafé eða greiðslukort.
Þessi ferð hugsuð fyrir alla aldurshópa frá aldrinum 0-100 ára.
Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síma 5872405 eða á thor@arbaejarkirkja.is fyrir hádegi föstudaginn 13. maí.