Hinn skemmtilegi Gospelkór Árbæjarkirkju mun halda sína árlegu vortónleika í Árbæjarkirkju, sunnudaginn 8. maí 2011 kl. 16:00.
Aðgangur er ókeypis en eftir tónleikana munu kórfélagar bjóða upp á kökuhlaðborð sem mun kosta litlar 1.000.- kr fyrir fullorðna og 500.- kr fyrir börn að 12 ára aldri. Einnig verður kökusala eftir tónleika fyrir þá sem vilja taka góðgætið heim með sér.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!!