Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur með fjölskylduguðsþjónustu 5. mars 2023. Börnin úr 7-9 ára starfinu voru með helgileik. Fermingarstúlkan Hildur María Torfadóttir söng. Ingunn Björk djákni og sr. Petrína Möll ásamt æskulýðsleiðtogunum Andrea Birnu og Aldísi Elvu leiddu stundina. Sett var upp verslun eftir guðsþjónustuna þar sem börnin seldu umhverfisvænar vörur. Einnig var boðið var upp á skóburstun á vægu verði. Ágóðinn rennur allur til Hjálparstarfs Kirkjunnar og sérstaklega til barna sem þarfnast aðstoðar
9 Photos
Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins tók á móti 6 - 12 ára gömlum börnum í barnastarfi Árbæjarkirkju. Börnin komu með 27.200 krónur sem þau vilja að Hjálparstarfið komi til barna sem búa við fátækt svo þau fái sumargjöf. Peningurinn er afrakstur góðgerðarsölu sem börnin héldu á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar í mars þar sem þau seldu umhverfisvæna tannbursta, teygjur, drykkjarrör og eyrnapinna.
3 Photos
Unglingarnir í Æskulýðsfélaginu SAKÚL Árbæjarkirkju lögðu land undir fót í byrjun júní 2019. Sóttu þau heim ásamt leiðtogum ungmenni Kaþólsku kirkjunnar í Tübingen í Þýslalandi og dvöldust þar í tæpa viku. Ungmenninn frá þýskalandi komu í framahaldinu til Íslands í ágúst 2019 Ferðirnar voru að mestu fjármagnaðar með styrk frá ERASMUS+ þar sem ungmennum er gert kleift að kynnast jafnöldrum sínum víða um Evrópu.
14 Photos
Handavinnusýning Opna húss Árbæjarkirkju var að venju haldin í kirkjunni á uppstigningardag. Á sýningunni voru einnig leirverk sem bæði börn og fullorðnir unnu í starfi kirkjunnar í vetur þar sem Lútherblómið var þema vinnunnar. Útkoman var fjölbreytt og skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
38 Photos
Starfsfólk Árbæjarkirkju makar og sóknarnefndarfólk sem áttu stund aflögu í annríki dagana fóru til Ungverjalands 9-13 október síðastliðinn. Farastjóri og skipuleggjandi ferðarinnar var Kristina Kalló Szklenár. Ferðin var í alla staði ógleymanleg. Við hittum m.a. biskup Lúthersku kirkjunnar í Búdapest. Áttum góða samveru með honum og hans fólki. Tókum þátt í guðsþjónustu Lúthers safnaðar í miðbort Búdapest með því að lesa Lexíu og Pistil dagsins á íslensku og nutum gestrisni safnaðarins á eftir. Biskupnum var færður Passíusálmarnir á Ungversku sem honum var ákaflega vel kunnugir. Borgin var skoðuð hátt og lágt undir styrkri handleiðslu organista okkar. Það var verslað að hætti íslendinga og menningar notið í hvívetna. Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni. Sjón er sögu ríkari.
20 Photos
Undir lok starfsins vorið 2013 fórum við í TTT-starfinu í Árbæjarkirkju í vettvangsferð í Emmesís. Þar fengum við tækifæri til að fara hring um vinnustaðin, fræðast aðeins um hvernig ísinn er framleiddur og sjá það svo með eigin augum. Vel var tekið á móti okkur og fengum við að smakka ísinn.
29 Photos