• Ferð æskulýðsfélaga til Slóvakíu
Æskulýðsdagurinn 2023

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur með fjölskylduguðsþjónustu 5. mars 2023. Börnin úr 7-9 ára starfinu voru með helgileik. Fermingarstúlkan Hildur María Torfadóttir söng. Ingunn Björk djákni og sr. Petrína Möll ásamt æskulýðsleiðtogunum Andrea Birnu og Aldísi Elvu leiddu stundina. Sett var upp verslun eftir guðsþjónustuna þar sem börnin seldu umhverfisvænar vörur. Einnig var boðið var upp á skóburstun á vægu verði. Ágóðinn rennur allur til Hjálparstarfs Kirkjunnar og sérstaklega til barna sem þarfnast aðstoðar

Opið hús fullorðina

Svipmyndir úr Opnu húsi fullorðina september 2020

10- 12 ára starf Árbæjarkirkju gistir á eyðieyju

Það var heldur betur líf og fjör úti í Gróttu á Seltjarnarnesi dagana 25-26. september 2020. Hátt í þrjátíu börn úr TTT-starfinu í Árbæjarkirkju voru komin til að gista í eyjunni og eiga góðar stundir í fræðasetrinu Gróttu og umhverfi þess.

Góðgerðarvika barnastarfs Árbæjarkirkju maí 2020

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins tók á móti 6 - 12 ára gömlum börnum í barnastarfi Árbæjarkirkju. Börnin komu með 27.200 krónur sem þau vilja að Hjálparstarfið komi til barna sem búa við fátækt svo þau fái sumargjöf. Peningurinn er afrakstur góðgerðarsölu sem börnin héldu á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar í mars þar sem þau seldu umhverfisvæna tannbursta, teygjur, drykkjarrör og eyrnapinna.

Æskulýðsdagurinn 2020

Tækni- og snjallsímamessa í tilefni æskulýðsdags Árbæjarkirkju sunnudaginn 8. mars 2020

6-9 ára starf vorið 2020

Börnin í STN starfinu unnu með latnesku áletrunina INRI sem íslensku þýðir: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga.

Myndir úr barnastarfi 2019

Það er alltaf líf og fjör í barnastarfi Árbæjarkirkju.

Ungmennaskipti á Íslandi ágúst 2019

Unglingarnir í Æskulýðsfélaginu SAKÚL Árbæjarkirkju lögðu land undir fót í byrjun júní 2019. Sóttu þau heim ásamt leiðtogum ungmenni Kaþólsku kirkjunnar í Tübingen í Þýslalandi og dvöldust þar í tæpa viku. Ungmenninn frá þýskalandi komu í framahaldinu til Íslands í ágúst 2019 Ferðirnar voru að mestu fjármagnaðar með styrk frá ERASMUS+ þar sem ungmennum er gert kleift að kynnast jafnöldrum sínum víða um Evrópu.

Ungmennaskipti saKÚL til Þýskalands  júní 2019

Æskulýðsfélaginu SAKÚL fékk styrk frá Erasmus+ til ungmennaskipa og lögðu land undir fót í byrjun júní 2019 til Tübingen í Þýslalandi.

Vorferð Opna Hússins 2018

Vorferð félagsstarfs fullorðinna í Árbæjarkirkju var að þessu sinni farin um suðurland. Farið var um Þorlákshöfn þar sem hádegisverður var snæddur og kirkjan skoðuð. Því næst var farið í Austur-Meðalholt og íslenski bærinn skoðaður áður en haldið var heim á leið.

Safnaðarferð Árbæjarkirkju 13. maí 2018

Sunnudaginn 13. maí var farið í fjölmenna safnaðarferð í dýragarðinn Slakka Laugarási og í Skálholt.

Ferð Opna húss Árbæjarkirkju til Budapest

Hér eru nokkrar myndir úr ferð Opna húss Árbæjarkirkju, það er félagsstarfi fullorðinna, sem farin var í apríl 2018.

Handavinnusýning 2018

Handavinnusýning Opna húss Árbæjarkirkju var að venju haldin í kirkjunni á uppstigningardag. Á sýningunni voru einnig leirverk sem bæði börn og fullorðnir unnu í starfi kirkjunnar í vetur þar sem Lútherblómið var þema vinnunnar. Útkoman var fjölbreytt og skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fjölskylduhátíð í Árbæjarkirkju 10. september 2017

þróttaálfurinn kom í fjölskylduguðsþjónustu í Árbæjarkirkju sunnudaginn 10. september. Vetrarstarfið var kynnt, hoppukastali var á staðnum og grillaðar voru pylsur.

Jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis 2017

Sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis var haldið sunnudaginn 17. desember í safnaðarheimili Árbæjarkirkju að lokinni fjölskylduguðsþjónustu. Jólasveinarnir lítu inn með glaðning fyrir yngstu kynslóðina

Ungmennaskipti æskulýðsfélagsins saKÚL í maí 2017

Æskulýðsfélagið saKÚL fékk styrk til ungmennaskipta úr Erasmus+ áætlun Evrópu ungafólksins. Ungmennaskiptin fóru fram í borginni Orosháza í Ungverjalandi dagana 26. maí- 2. júní 2017 og tóku 46 einstaklingar þátt í þeim, 23 frá hvoru landi.

Kirkjudagur Árbæjarkirkju 27. nóvember 2016

Fyrsti sunnudagur í aðventu. Skoppa og Skrítla komu í fjölskyldumessu kl. 11:00. Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. Líknarsjóðshappdrætti og kaffi

Foreldramorgnar í Norðlingaholti mars 2016

Foreldramorgnar Árbæjarkirkju eru á tveimur stöðum í sókninni alla miðvikudaga í félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingaholti og alla þriðjudaga í safnaðarheimili Árbæjarkirkju

Æskulýðsfélagið saKÚL vor 2016

Æskulýðsfélagið saKÚL er með fundi öll fimmtudagskvöld í safnaðarheimili kirkjunnar. Æskulýðsfélagið er fyrir alla unglinga úr 8.-10. bekk í Árbæ og Norðlingaholti. Hér koma myndir frá starfinu vorið 2016

Ungbarnanudd í foreldramorgnum mars 2016

Þriðjudaginn 1. mars 2016 kom Hrönn Guðjónsdóttir, ungbarnanuddkennari, og kenndi undirstöðuatriði í ungbarnanuddi.

Svipmyndir frá STN-starfi febrúar 2016

Það er alltaf mikil gleði í STN-starfinu. Gunnar Helgason kom með Mömmu klikk í heimsókn, sett var á stofn söfnunarátakið: Börn hjálpa börnum og svo var líka furðufataball

Skyndihjálp í foreldramorgnum í febrúar 2016

Þriðjudaginn 23. febrúar var nýbökuðum foreldrum í sókninni boðið upp á sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir ungbörn á foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Kennd var m.a. endurlífgun, losun aðskotahlutar úr hálsi og rétt viðbrögð við hitakrampa.

Fjölskylduguðsþjónusta 14. febrúar 2016

Sunnudaginn 14. febrúar 2016 var leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins, sett upp í Árbæjarkirkju

Svipmyndir frá TTT-starfi haustið 2015

TTT-starfið er fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn á aldrinum tíu til tólf ára þar sem kristileg gildi eins og náungakærleiki, umburðarlyndi, leikur og gleði fara saman.

Heimsókn til Ungverjalands í ágúst 2015

Æskulýðsfélag Árbæjarkirkju fékk styrk frá Evrópu unga fólksins til tengslaheimsóknar við söfnuð í bænum Orosháza í Ungverjalandi

Safnaðarferð Árbæjarkirkju 10. maí 2015

Safnaðarferð Árbæjarkirkju var að þessu sinni að Gróteyri í Kjós. Góð þátttaka var í ferðinni og skemmtu börn á öllum aldri sér vel.

Óvissuferð TTT-starfsins í april 2015

Börnin í TTT-starfinu fóru í óvissuferð í apríl. Ferðinn var heitið út í Gróttu og svo var farið í sund í Sundlaug Seltjarnarness.

Guðsþjónusta 15. mars 2015

Jón Þorkelsson og Þorgerður Þorkelsdóttir léku í guðsþjónustunni en þau er nemendur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Krílasálmar 2015

Í febrúar 2015 hófst sex vikna tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra í Árbæjarkirkju.

Fjölskylduguðsþjónusta og sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis

Sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis var haldið sunnudaginn 14. desember 2014 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju að lokinni fjölskylduguðsþjónustu. Jólasveinar litu inn með glaðning fyrir börnin.

Jólaleikritið Smiður jólasveinanna

Jólaleikritið Smiður jólasveinanna var sýnt í Árbæjarkirkju sunnudaginn 7. desember 2014

Börn úr leikskólanum Heiðaborg heimsækja sunnudagaskólann 30. nóvember 2014

Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember 2014, komu börn úr leikskólanum Heiðaborg í heimsókn í sunnudagaskólann sýndu helgileik.

Heimsókn frá kórnum Söngfuglunum í Opna húsið

Í október 2014 kom kórinn Söngfuglarnir í heimsókn í Opna húsið. Stjórnandi kórsins er Krisztina Kalló Szklenár.

Búdapest 9-13.október 2014

Starfsfólk Árbæjarkirkju makar og sóknarnefndarfólk sem áttu stund aflögu í annríki dagana fóru til Ungverjalands 9-13 október síðastliðinn. Farastjóri og skipuleggjandi ferðarinnar var Kristina Kalló Szklenár. Ferðin var í alla staði ógleymanleg. Við hittum m.a. biskup Lúthersku kirkjunnar í Búdapest. Áttum góða samveru með honum og hans fólki. Tókum þátt í guðsþjónustu Lúthers safnaðar í miðbort Búdapest með því að lesa Lexíu og Pistil dagsins á íslensku og nutum gestrisni safnaðarins á eftir. Biskupnum var færður Passíusálmarnir á Ungversku sem honum var ákaflega vel kunnugir. Borgin var skoðuð hátt og lágt undir styrkri handleiðslu organista okkar. Það var verslað að hætti íslendinga og menningar notið í hvívetna. Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni. Sjón er sögu ríkari.

Safnaðarferð Árbæjarkirkju 18. maí 2014

Sunnudaginn 18. maí var safnaðraferð Árbæjarkirkju. Heimsóttur var bóndabærinn Vorsabær 2, á Skeiðum

Leikskólinn Heiðarborg í heimsókn

Leikskólinn Heiðarborg heimsótti Opna húsið í mars 2014 og sungu fyrir eldri borgarana

Árshátíð Æskulýðsfélagsins saKÚL í mars 2014

Unglingarnir í Æskulýðsfélaginu saKÚL héldu velheppnaða árshátíð 27. mars í safnaðarheimili Árbæjarkirkju

Ferðalag Opna hússins í mars 2014

Félagsstarf aldraðra fór í ferðalag á Reykjanesið í mars

Skyndihjálp í Æskulýðsfélaginu saKÚL í febrúar 2014

Boðið var upp á sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir unglinga í æskulýðsfélaginu saKÚL

SaKÚL á febrúarmóti í Vatnaskógi 2014

Æskulýðsfélagið saKÚL tók að venju þátt í febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

Vettvangsferð TTT-starfsins í Vífilfell febrúar 2014

Börnin í TTT-starfinu fóru í heimsókn í Vífilfell og fengu að fylgjast með framleiðslunni. Allir fengu svo að smakka á framleiðslu fyrirtækisins

Biblíumaraþon saKÚL

Unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL stóðu fyrir biblíumaraþoni í nóvember 2013 og lásu úr biblíunni í 12 tíma.Tilgangur biblíumaraþonsins er að safna áheitum til skyrktar kaupum á línuhraðli fyrir Landspítalann.

Jól í skókassa

Börnin í STN og TTT-starfinu, ásamt unglingunum í saKÚL, tóku þátt í verkefninu jól í skókassa í lok október og byrjun nóvember 2013

TTT-starfið í Dominos í nóvember 2013

Börnin í TTT-starfinu fóru í vettvangsferð í Dominos. Allir fengu að búa til sín a eigin pizzu.

Kvenfélag Árbæjarsóknar

Heimsókn Kvenfélags Breiðholts og Hvítabandsins í október 2013

Vettvangsferð TTT-starfsins vorið 2013

Undir lok starfsins vorið 2013 fórum við í TTT-starfinu í Árbæjarkirkju í vettvangsferð í Emmesís. Þar fengum við tækifæri til að fara hring um vinnustaðin, fræðast aðeins um hvernig ísinn er framleiddur og sjá það svo með eigin augum. Vel var tekið á móti okkur og fengum við að smakka ísinn.

Grænland

Ice-stepp hópurinn

Öldrunarstarf

Vatnaskógur 2005