Allt barna- og unglingastarf Árbæjarkirkju er hafið á ný, eftir jólafrí. Dagskrár TTT-starfs (10-12 ára) STN starfs (7-9 ára) og æskulýðsfélagsins saKÚL eru nú aðgengilegar hér á heimasíðunni undir flokkunum börn eða unglingar. Það verður líf og fjör í barnastarfinu í vetur og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Starfið er á nokkrum stöðum í sókninni, Safnaðarheimili Árbæjarkirkju auk starfseininga í Selásshverfi og Norðlingaholti.
Skrá þarf sérstaklega börnin í STN (6-9 ára) og TTT-starf (10-12 ára). Allt barna- og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er ókeypis.