Biblíumaraþon frá kl. 10:00-14:00 Næstkomandi sunnudag verður efnt til Biblíumaraþons í Árbæjarkirkju frá kl. 10:00-14:00 í stað hefðbundinnar Guðsþjónustu. Biblíumaraþoninu er ætlað að minna á að 200 ár eru liðin frá stofnun Hins íslenska Biblíufélags sem er elsta starfandi félag á Íslandi. Markmið félagsins er að gera Biblíuna aðgengilega öllum og efla útbreiðslu og lestur hennar. Safnaðarfólk á öllum aldri mun koma saman í Árbæjarkirkju og taka virkan þátt með því að lesa valda kafla úr Biblíunni. Kirkjukórinn syngur auk þess sem flutt verða tónlistaratriði úr sókninni. Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og djús.
Sunnudagaskólinn kl. 11. í safnaðarheimili. Sunnudagaskólinn verður á hefðbundnum tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu í umsjá Valla og Fritz.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]