Þann 18. janúar færðu presthjónin sr. Guðmundur Þorsteinsson fyrrverandi sóknarprestur Árbæjarprestakalls og dómprófastur og frú Ásta Bjarnadóttir Árbæjarsöfnuði grænan hökul og stólu að gjöf. Með gjöfinni fylgdi eftirfarandi bréf. "Í tilefni af áttræðisafmæli mínu þann 23. desember síðastliðinn langar okkur hjónin að færa Árbæjarsöfnuði að gjöf grænan hökul áamt stólu. Græni liturinn gengur lengst í kirkjuárinu og sá græni hökull sem fyrir er í Árbæjarkirkju hefur verið samfelldri notkun í um 40 ára skeið. Því er ekki óeðlilegt að nýr hökull af sama lit verði ásamt honum í notkun í kirkjunni. Megi prestar Árbæjarkirkju vel njóta og hökullinn nýi prýða, helgiathafnir kirkjunnar."
Með nýárs, heill og blessunaróskum.
Ásta Bjarnadóttir og sr. Guðmundur Þorsteinsson
Viljum við prestarnir, starfsfólk og sóknarnefnd Árbæjarsafnaðar þakka fyrir þessa höfðinglegu gjöf þeirra hjóna og þann hlýhug sem gjöf þeirra ber vott um.