Fyrsta sunnudag í mars, ár hvert, heldur Þjóðkirkjan Æskulýðsdag kirkjunnar hátíðlegan. Þessi dagur er sérstaklega helgaður börnum og unglingum í kirkjunni. Í ár ber Æskulýðsdaginn upp á 1. mars. Mikið verður um að vera í Árbæjarkirkju þennan dag.
Börn úr TTT-starfinu (10-12 ára) verða með leikþátt. Börn úr STN- starfinu (6-9 ára) syngja.
Rumpa Sakornrum, vinningshafi söngvarkeppni SAMFÉS fyrir hönd frístundamiðstöðvarinnar Ársels syngur.
Dagbjört Una og Dagbjört Líf, úr æskulýðsfélaginu saKÚL syngja. Jens Elí og Anna Lilja úr saKÚL fara með bænir.
Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunn Björk Jónsdóttur djákna, Valla og Silvíu. Um undirleik sér Kjartan Jósefsson Ognibene. Kaffi, djús og ávextir að lokinni guðsþjónustu.