Sunnudaginn 19. april kl. 11:00
Bjöllukór Reykjanesbæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson verður með í guðsþjónustu sunnudagsins 19. apríl kl.11.00. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn undir stjórn Kristinar K. Szklenár leiðir almennan safnaðarsöng.
Í safnaðarheimilinu verður sunnudagaskólinn á sama tíma. Félagarnir Fritz og Valli verða með stundina. Kirkjukaffi á eftir.