Miðvikudagskvöldið 6. maí verða árlegir vortónleikar Gorspelkórs Árbæjarkirkju kl. 20. Á efnisskránni er mikið líf og fjör, litríkir afríkskir tónar í bland við gamla góða negrasálma. Kórinn fær til liðs við sig góða gesti, Heiðrúnu Kjartansdóttur á píanó, Jóhann Eyvindsson á slagverk, Pál Elfar Pálsson á bassa og söngkonuna Írisi Lind Verudóttur. Nokkrir einsöngvarar munu einnig stíga fram úr kórnum þau Agla Marta Sigurjónsdóttir, Birna Jensdóttir , Eva Grímsdóttir og Narfi Ísak Geirsson, Kórstjóri er Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Miðar verða seldir við innganginn og er aðgangseyrir 2000 kr en frítt
fyrir börn 12 ára og yngri