Árbæjarkirkja kl.11.00.
Kristniboðsdagurinn –
Fjölskylduguðsþjónusta. Í tilefni af kristniboðsdeginum væri gaman að flestir komi til guðsþjónustunnar í litríkum glaðlegum klæðnaði. Sagðar verða sögur í máli og myndum af kristniboðsakrinum og söngvar sungnir sem tengjast kristinboðinu. Barnakór Árbæjar syngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur kórstjóra. Margrét Ólöf, sr. Sigrún hafa umsjón með stundinni. Kaffi og meðlæti á eftir.