Námskeið í fermingarfræðslu verður laugardagana 12. og 19. september næstkomandi frá kl: 9-16 í Árbæjarkirkju.
Þetta námskeið er fyrir þau sem ekki komust á ágústnámskeiðið og þau sem ekki gátu mætt alla dagana í ágúst. Umfjöllunarefni námskeiðsins eru þau sömu og á ágústnámskeiðinu m.a: Boðorðin, trú og efi, bæn og söngur og margt fleira. Við fáum einnig góða gesti á námskeiðið, þ.á.m. kemur útfararstjóri sem segir frá sínu tarfi og fjallar um dauðann og sorgina.
Við viljum vekja sérstaka athygli á þeim þætti námskeiðsins og biðja ykkur að undirbúa börnin ykkar undir það. (Hann kemur laugardaginn 19. september)
Börnin taka svo þátt í að undirbúa guðsþjónustuna, sunnudaginn 13. september kl:11:00 og hvetjum við ykkur foreldrana að fjölmenna með þeim í hana.
Börnin sem komu í hluta af ágústfræðslunni en eiga eftir að ljúka henni mæta sem hér segir:
-Þau sem mættu tvo síðustu dagana (18 og 19. ágúst)mæta laugardaginn 12. september.
-Þau sem mættu fyrstu þrjá dagana (13,14,17 ágúst) mæta laugardaginn 19. september.
ATH:
Börnin þurfa að taka hádegisnesti með sér laugardaginn 12. september en 19. september býður kirkjan upp á hádegismat.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]