Í vetur verður opið hús fyrir aldraða á miðvikudögum kl 12 – 16
Kl: 12 sömu daga er kyrrðarstund í kirkjunni, þar sem allir eru velkomnir. Í upphafi stundar leikur Krisztina Kalló Szklenár organisti á orgelið, því næst er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbæn.
Boðið er upp á léttan hádegisverð að henni lokinni gegn vægu gjaldi. Aldraðir eru duglegir að sækja þær stundir áður en opna húsið hefst.
Dagskráin verður með svipuðum hætti og verið hefur. Stundirnar hefjast með leikfimi.
Síðan verður fjölbreytt dagskrá eins og söngur, leikir, upplestur, föndur eða gripið í spil.
Í lok stundarinnar fáum við okkur kaffi og meðlæti í boði kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni ásamt kirkjuvörðum.
Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkominr á þessar stundir.