Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Margrét Ólöf og sr. Þór Hauksson sjá um stundina. Barn borið til skírnar. Söngur, sögustund, fróðleikur og skemmtilegheit. Ungir sem aldnir saman í kirkjunni sinni.
Samfélag og kaffisopi á eftir í safnaðarheimilinu.
Þraukarar–ungmenni í æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju verða með kökubasar og harðfisksölu. Söfnun fyrir ferð þeirra á Landsmót Æskulýðsfélaga núna í október.
Láttu sjá þig! Það verður vel tekið á móti þér og þínum!