FORELDRAMORGNAR Í ÁRBÆJARKIRKJU
FORELDRAMORGNAR
Þriðjudaga kl.10 – 12 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju
Miðvikudaga kl.12 – 14 í Þinganesi í Norðlingaskóla
Þetta eru gæðastundir fyrir foreldra og börn þar sem þeim gefst kostur á að hittast og spjalla, læra hvert af öðru og þiggja dagskrá sem er sniðin eftir þörfum og óskum foreldranna.
Fastir liðir eru söngstund og léttar veitingar í boði kirkjunnar.
Þú ert hjartanlega velkomin(n)
Nánari upplýsingar veitir Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni, margret@arbaejarkirkja.is, gsm 697-5454.
Sjá líka Facebook: Foreldramorgnar, Árbær
Foreldramorgnar í Árbæjarkirkju eiga sér langa hefð og hefur verið vel mætt á þá í gegnum gegnum árin.