STN ( 6 – 9 ára)

Starf meðal 6 – 9 ára barna er að byrja aftur á vegum Árbæjarkirkju. Tilgangurinn er að leyfa börnum að eiga kost á gæðastund þar sem þau fá fræðslu um kristna trú og siðgæði í gegnum leiki, sögur og söng. Auk þess höfum við stundum hressingu og spilum bingó á hvorri önn þar sem spjaldið kostar kr.100,- en annars er allt starfið foreldrum / forráðamönnum að kostnaðarlausu. Hver stund er um 45 mínútur.
Starfsmenn eru allir með menntun og reynslu í barna- og unglingastarfi og hafa sótt ýmis námskeið, t.d. “Verndum þau”.

Nú er sá háttur hafður á að foreldrar skrá börnin sín til þátttöku í gegnum netpóst, á netfangið: margret@arbaejarkirkja.is
Þau börn sem sækja frístundaheimilin koma þaðan til okkar í samvinnu við starfsfólkið þar.

Í skráningu þarf að koma fram:
Nafn barns og foreldra/forráðamanna og netföng. Einnig þarf að tilgreina á hvaða starfsstöð barnið myndi sækja starfið. Um er að ræða:

– Safnaðarheimili Árbæjarkirkju á þriðjudögum kl.14 fyrir 1. bekk
– Safnaðarheimili Árbæjarkirkju á þriðjudögum kl.15 fyrir 2. – 4.bekk
– Ártúnsskóla í tónmenntastofunni á miðvikudögum kl.15
– Selásskóla í tónmenntastofa á þriðjudögum kl.15.15
– Norðlingaskóla, í Lækjarbrekku á fimmtudögum kl.15

Með von um ánægjulegt samstarf og góðan vetur,
Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni
s. 697-5454
margret@arbaejarkirkja.is 

TTT (10-12 ára)
Dagskráin verður samin með þáttakendum en það sem við höfum verið að gera er til dæmis
• Blöðruleikir * ólympíufáránleikar
• Ógeðisfundir * jól í skókassa
• Æfa leikrit * karamelluspurningakeppni
• Bingo * video og kjams
• Ratleikir * og ýmislegt annað skemmtilegt

Við erum í
– safnaðarheimili Árbæjarkirkju á þriðjudögum kl.16 – 17
– í Ártúnsskóla á þriðjudögum kl.14.15 – 15.15
– í Selásskóla í tónmenntastofunni á þriðjudögum kl.14.10 – 15.10
– í Norðlingaskóla í Þinganesi á fimmtudögum kl.14 – 15

TTT – hóparnir eru að byrja á vegum Árbæjarkirkju. Tilgangurinn er að bjóða börnum upp á að eiga kost á góðu og skemmtilegu starfi, þar sem þau fá fræðslu um kristna trú og siðgæði í gegnum leiki, sögur og söng. Auk þess höfum við smá hressingu, kex og djús. Við spilum bingó á hvorri önn þar sem spjaldið kostar kr.100,- en annars er allt starfið foreldrum / forráðamönnum að kostnaðarlausu. Hver stund er um einn klukkutími.
Starfsmenn eru allir með menntun og reynslu í barna- og unglingastarfi og hafa sótt ýmis námskeið, t.d. “Verndum þau”.

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni
margret@arbaejarkirkja.is
s.697-5454