Á sunnudaginn verður guðsþjónusta með einfaldara sniði. Við komum saman í kirkjunni kl. 11 og notum svipað form og á kyrrðatstundunum okkar. Ritningarlestur, bæn og íhugun. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn organistans okkar Krisztinu Kalló Szklenár. Umsjón með stundinni hefur sr. Sigrún Óskarsdóttir. Karl kirkjuvörður hellir upp á könnuna og bíður upp á kaffi og sætt með því að stundinni lokinni. Velkomin í kirkjuna á sunnudag!