Velkomin í fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 13. júní kl 11. Við ætlum að syngja saman, heyra biblíusögur, biðja fyrir sumrinu og eiga saman góða stund í kirkjunni okkar. Afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur, fylgjum börnunum til kirkju og njótum uppbyggjandi samfélags. Boðið uppá grillaðar pylsur að stundinni lokinni. Velkomin í Árbæjarkirkju!