Fundarboð foreldra/forráðamanna barna sem fermast vorið 2011
Sunnudaginn 2. maí eftir guðsþjónustu eru fermingarbörn vorsins 2011 boðuð til guðsþjónustu og fundar ásamt foreldrum/forráðamönnum. Á þeim fundi verður farið yfir áætlun fermingarfræðslu vetrarins. Mikilvægar dagsetningar. Hvaða fermingardagar eru í boði og ýmislegt annað það sem að fermingu og undirbúningi hennar varðar. Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta. Fundurinn verður stuttur og hnitmiðaður strax eftir guðsþjónustuna.
Léttmessa kl.20.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Gospelkór kirkjunnar syngur undir stjórn Maríu Magnúsdóttur. Ingvar Alfreðsson leikur á píanó.
Ekki vanrækja andlegu hliðina komdu í messu!