Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 10:00 mun Bjargey Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi, fæðingardoula og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili koma í heimsókn í foreldramorgna Árbæjarkirkju mun segja frá starfi sínu með fjölskyldum en hún hefur sérhæft sig í stuðningi við mæður á meðgöngu og eftir fæðingu.
Foreldarmorgnar eru á þriðjudögum kl. 10:00 – 12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og á miðvikudögum í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti kl. 9:30-11:30
Spjall og notaleg upplifun fyrir foreldra og börn.
Boðið upp á morgunverð.
Einu sinni í mánuði eru sérstakir fyrirlestrar. Framundan fram til áramóta er eftirfarandi:
1. desember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SJÁLFSSTYRKING EFTIR BARNSBURÐ Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um sjálfstyrkingu í tengslum við foreldrahlutverkið.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]