Fjölskylduguðsþjónusta í Árbæjarkirkju á þriðja sunnudegi í aðventu. Kveikt verður á hirðakertinu. Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunn Björk Jónsdóttir, djákna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir les frumsamda jólasögu. Undirleikur Kjartan Jósefsson Ognibene. Sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis verður haldið að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimili kirkjunnar. Jólasveinar líta inn með glaðning fyrir börnin.